föstudagur, október 01, 2004
Já það er kominn föstudagur...
...heldur betur og hvað gerir Einar á föstudögum??? Hann fer og "skokkar" 3.6 kílómetra í Elliðaárdalnum og svo eftir það í sund upp í Árbæjarlaug og syndir 2. kílómetra, ég er nú hræddur um það. Þessi föstudagur var reyndar örlítið frábrugðinn frá öðrum, ég fór ekki einn í þessa ævintýragöngu mína heldur fékk ég félagsskap og var sá maður ekki af verri endanum, enginn annar en
Jón Brynjar Óskarsson. Ég hef enga skemmtilega sögu að segja úr Árbænum í dag vegna þess að það gerðist ekkert svona sniðugt, en við bíðum bara spennt eftir næsta föstudegi og hver veit nema það gerist eitthvað þá?
En já ég er sem sagt að vinna um helgina, þannig að það verður ekkert mikið að gerast hjá mér, af sökum mikils lærdóms sem ég ætla ekkert að fara frekar út í hér vegna þess að það skiptir engu máli. Ég var að hugsa í gær hvort ég ætti að fara í áfengisbindindi, en svo fór ég á bjórkvöldið í gær og þá sá ég hvað mig langaði í bjór, en ég fékk mér samt ekki, þannig að hver veit nema ég drekki bara ekkert fyrr en einhverntíman í nóvember eða eitthvað. Ég er hvort sem er ekkert sniðugur þegar ég er að drekka. Manni finnst maður vera geðveikt skemmtilegur alltaf í glasi en ég held að það sé bara sjálfsblekking...
Kveðja Einar edrú
Skrifað klukkan 19:53 |