Þá er komið að því
Ég hef ákveðið að hafa svona keppni á síðunni minni, hver er með flottustu hristuna... Þið kjósið í könnuninni hér til hliðar og þið getið séð allar hristurnar í linkalistanum hjá myndunum eða ef þið smellið
hér.
Það er margt búið að gerast hjá mér síðan síðast og er það líklegast ástæðan fyrir bloggleysi mínu og reyndar líka minnkandi áhugi fyrir bloggi. Ég fór í partý síðustu helgi og er einnig búinn að skella inn nokkrum myndum þaðan. Það var svo sem ágæt en ég var bara kominn snemma heim. Svo í gær gerðist sá merki atburður að frænka mín hún Selma Guðmundsdóttir kom til landsins frá Þýskalandi (hún fór þangað um jólin í fyrra) og ákváðum við að halda svona surprise partý handa henni og þegar hún kom inn í íbúðina heima hjá sér þá var full íbúðin af fólki og allir með kúrekahatta og svona að dansa línudans, hehe frekar steikt. En hún hló bara og hló til að byrja með og við náðum sko að koma kellingunni allsvakalega á óvart. Svo var búið að baka köku og kaupa bjór og freyðivín og setja íslenska fánann útum allt og setja svona plakat sem stóð eitthvað á þýsku, velkomin heim og eitthvað. Þetta var allavega algjör snilld.
Svo eftir það þá skellti ég mér á Ásvelli í Hafnafirði og horfði á Borgó keppa í framhaldsskóla fótboltamótinu og komumst við ekki einu sinni áfram úr fyrsta riðlinum sem er ekki nógu gott... En það er frí í skólanum á föstudaginn og mánudaginn sem er bara gott. Jörfagleði á morgun, FF fundur úti á landi alla helgina en ég ætla að reyna að kíkja á föst ef það er hægt, svo er afmæli á laugardaginn, og ég veit ekki hvað og hvað, það er þess vegna sem ég ætla ekki að blogga meira í bili, ég er farinn að LæRa svo ég geti sinnt þessu öllu saman.
Takk fyrir mig