laugardagur, október 02, 2004
Dodgeball
Ég, Steini roses, Raggi og Ragna skelltum okkur á Dodgeball í gær og var hún hrein snilld. Ég hef sjaldan getað einbeitt mér jafn lítið að einni mynd í bíó, það var svo mikið að gerast nefnilega í salnum. Þetta byrjar á því að við sitjum þarna bara í ágætum sætum og allt í einu dettur einhver stelpa á mig AFTAN frá, veit ekki hvernig hún fór að því, en allavega þá koma einhverjar stelpur þarna fyrir framan okkur síðan og setjast, þær voru svona 13 ára, veit ekki alveg (ég er lélegur að giska á aldur fólks), og já þær eru svo miklar gelgjur að þær voru að springa sem var frekar pirrandi, og við hliðina á þeim var einn maður svona í þéttri kanntinum og hann hló eins og ég veit ekki hvað, það var voðalega lítill munur á honum að hlæja og þessum gelgjum, nema það að hans var ekta!!! Hann sko hló og hló og hló og við grenjuðum úr hlátri oft bara af honum... Það er must að hafa svona fólk með sér á grínmyndum. Svo í hléi þá lít ég svona neðar í salinn og sé þar að það er einn maður sem tekur tvö sæti! Jább svona var nú fjölbreytileikinn í bíóinu í gær!
Eftir bíó segir Raggi okkur að bróðir hennar Rögnu hafi verið að fá trommusett fyrir einhvern 400.000 kall, þannig að við ákváðum að fara að kíkja á það. Þegar við erum komin heim til Rögnu þá segir hún okkur að trommusettið sé út í bílskúr og við bara já okey og förum þangað. Svo opnar Ragna bílskúrshurðina og það er geðveikt myrkur þar og þau sjá að okkur brá ekkert þannig að djókurinn þeirra misheppnaðist víst eitthvað, það var nefnilega gína þarna í bílskúrnum og þegar Raggi sá hana fyrr um kvöldið öskraði hann víst eitthvað og brá svo og þau ætluðu að gera það sama við okkur, en það heppnaðist ekki, ágæt tilraun samt. Svo vorum við þarna í bílskúrnum eitthvað að tala saman og skoða asnalegar myndir af rögnu síðan í gamla daga (hún var alveg eins og einn meðlimur úr The Brady Brunch fjölskyldunni) það var mjög fyndið og svo var klukkan bara allt í einu orðin hálf tvö
Gott kvöld ég gef því 5 stjörnur af 5 mögulegum!
Skrifað klukkan 19:18 |