miðvikudagur, september 01, 2004
James Brown tónleikarnir voru sem sagt algjör snilld, ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel og Kallinn talaði eitthvað um að koma hingað aftur að ári og fer ég sko þá pottþétt aftur.
Skólinn er byrjaður og er manni engin miskunn sýnd! Klára heilar þrjár bækur fyrir næsta þriðjudag ásamt ýmsu öðru. Ég vissi nú samt alveg að það mætti búast við þessu. Það er komin dagsetning fyrir útskriftina mína og er það laugardagurinn 18. desember, allir að taka þann dag frá því ég mun halda rosa veislu, eina stóra veislu sem mun verða 20. afmælið mitt og útskriftarveisla. Það er margt framundan, tvö afmæli á föstudaginn og svo M16 á laugardaginn klukkan 12, grill eftir það og svo Hárið klukkan 8. Ásamt því að vera að vinna líka, og já læra líka þarna einhvernstaðar í millitíðinni...
jæja minn er farinn að lesa...
Skrifað klukkan 17:33 |