canEdit = new Array();


sunnudagur, september 05, 2004

Já halló halló
Jæja þá er ég kominn heim til mín úr vinnu og ætla ég aðeins að slappa af áður en ég byrja að læra í kvöld. Ég var á Hárinu í gær ásamt Örnu og var þetta bara mjög skemmtilegt... Það sem kom mér mest á óvart var þegar allir byrja allt í einu að klæða sig úr fötunum og við erum að tala um að allir voru butt naked þarna á sviðinu og ég var á fremsta bekk fyrir miðju þannig að ég sá nokkuð vel. Allavega þá var mjög fyndið að vera svona á fremsta bekk og fá allt frussið yfir sig og svona, nema þegar ég þurfi nauðsynlega að fara á klósettið í miðri sýningu og standa upp og troða mér eitthvað, við erum að tala um að þegar að ég stóð upp þá var ég næstum því jafn hátt uppi og leikararnir... síðan fór ég heim eftir Hárið og fór bara á skyndifyllerí og djöfull var leiðinlegt í bænum...

Afmælið hans Valla var á föstudaginn og var það mjög gaman. En ég er búinn að detta í það núna í þrjá daga í röð, ég held að mér langi að fara í pásu fram að jólum eða eitthvað, maður verður eitthvað svo tussulegur af þessu öllu saman. En ég var að labba og sækja bílinn minn áðan og ég fór allt í einu að hugsa að það væri ekkert svo slæmt að labba svona og ætti ég ekki bara að selja bílinn minn og labba bara og kaupa mér kannski bara hjól. Pæling. En ég er í svona skapi núna að ég veit ekki neitt... veit ekkert hvað mig langar að gera og er eitthvað svona vonlaus.
Kveð að sinni


Skrifað klukkan 18:12 |