þriðjudagur, september 28, 2004
I love carpet
Já ég fór að sjá myndina Anchorman á sunnudagskvöldið ásamt Evu, og þvílík snilld. Gaurinn sem vissi ekki neitt var án efa snilld myndarinnar.
Svo fór ég og Raggi í sund í gærkvöldi og hittum við fleiri þar og var Raggi að stinga upp á því að stofna svona sundklúbb, og fannst mér það ekki vitlaus hugmynd, að fara í sund reglulega. En svo þegar búið að var að renna sér nokkrar ferðir í rennibrautinni og ég var kominn með rosalegustu rúsínuputta sem sést hafa lengi, þá ákváðum við að þetta væri komið gott og röltum okkur uppúr. Fast á eftir fylgdi Elvar og svo þegar við vorum að þurka okkur, kemur Raggi svona og nær í handklæðið sitt, og hvað haldiði að hafi gerst... hrundi ekki bara beygluð bjórdós útúr handklæðinu hans og datt á gólfið... Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið. Þetta var allavega hápunktur sundferðarinnar.
Á laugardaginn fór ég svo í afmæli hjá henni Guðbjörgu og var það ekki slæm veisla. Ég mætti eitthvað um níu og voru ekki margir mættir þá, en eftir að ég kom þá stoppaði ekki straumurinn og voru bókstaflega allir alveg sót ölvaðir þarna og var gaman að hittast svona öll saman (gamli vinahópurinn eða flestir allavega), ekki oft sem það gerist. Allavega var bolla í boði og ég er einmitt búinn að skella inn myndum hérna vinstra megin. Já, ég er nú hræddur um það sykurpúðarnir mínir. En það voru teknar eitthvað um 230 myndir og setti ég bara inn einhverjar útvaldar, eða ég valdi þær ekkert rosalega, bara nennti ekki að setja inn allar. Seinna um kvöldið komu síðan tveir gítarmenn og rifu þeir gjörsamlega upp stemminguna og var hápunkturinn þegar Ólöf blúsaði afmælissönginn... hehe! Æji ég nenni ekki að segja meira frá þessu, þið hefðuð bara átt að vera þarna ef þið voruð ekki þarna.
Hvað ætli séu mörg m & m í einum stórum poka?
Bæ
Skrifað klukkan 23:23 |