canEdit = new Array();


þriðjudagur, september 21, 2004

hmmm...
Já ég var nú bara að koma heim úr skólanum og er á leið í Hreyfingu og ætla svo að fara að læra þegar ég kem aftur heim... En dagar mínir líta svona út þessa dagana.

Hafiði pælt í því að geta ekki sagt Þ (með öðrum orðum ð, th, o.s.frv.). Málið er nebbla að ég var uppí vinnu í gær að hlusta á einn dana tala ensku og hann var að kenna okkur eitthvað nýtt og svona og talaði alveg í þrjá tíma eða eitthvað og þessi ákveðni maður átti mjög erfitt að bera þetta hljóð fram og sagði því í staðinn alltaf fh... hann var nú ekkert að tala um eitthvað fyndið en á tímum var ég alveg í vandræðum með sjálfan mig, mér langaði einfaldlega að grenja úr hlátri og því passaði ég mig á því að horfa ekki á samstarfsfólk mitt.
Hér er eitt tóndæmi (þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig hann sagði þetta og hann endurtók erfiðu orðin alveg oft).

Daninn: Yes, fhis fhings are so important, fhis fhings, you can almost count it fhirty fhree times!!!

og þetta þurfti ég að hlusta á í nokkra tíma og þetta varð bara fyndnara og fyndnara. Og plús það að hann talaði enskuna með SVO dönskum hreim að þegar dönsku sletturnar komu inn á milli þá tókstu varla eftir því.
Svo var ég líka að pæla með smámælt fólk og r-mælt, hvað er málið?




Skrifað klukkan 19:11 |