þriðjudagur, september 14, 2004
Hæ
Var að koma heim úr skólanum og viti menn enginn heima! Enginn tilbúinn með kvöldmat og hvað á ég þá eiginlega að borða? Ekki nenni ég að elda mér. En mamma og pabbi fara nú að koma heim frá Barcelona, þau eru alveg búin að vera næstum því í viku og ég alveg búinn að vera hérna einn heima stórslysalaus og elda og allur pakkinn sko. Ég er að fara að læra í allt kvöld og núna er ég farinn út að taka myndir..
Bæ
Skrifað klukkan 19:11 |