föstudagur, september 17, 2004
Hæ enn einu sinni
Hér er ég enn og aftur byrjaður að skrifa eitthvað niður. Það er bara allt að gerast hérna. Busaballið var í gær og get ég ekki annað en verið stoltur af okkur í stjórninni yfir þessu öllu saman. Þó svo að upp hafi komið ýmis vandamál í gær fyrir ballið þá leystist allt að lokum og var almúgurinn bara almennt ánægður með ballið. Það var mjög svo SVEITT stemmning þarna inni og dönsuðum við eins og við ættum lífið að leysa.
Ég fór upp í Árbæjarlaug áðan og labbaði einn hring í kringum elliðaárdalinn, eða stífluhringinn eins og hann er víst kallaður og svo eftir það fór ég ofan í laugina og synti kílómeter. Í staðinn fékk ég 3 íþróttamætingar og var ég bara nokkuð sáttur með það. Það var bara ágætt að synda svona hálfþunnur og var maður bara hressari eftirá. En það er ekki frásögu færandi að eftir að ég var búinn að synda þá skrapp ég í heita pottinn í smá stund og ligg þar og hef það notalegt, en svo lít ég svona aðeins upp og sé þar fullorðinn mann vera að ganga á sundlaugarbakkanum til að fara ofan í einhvern pott, nema hvað að hann er í svona þröngri sundskýlu (ekki svona með skálmum heldur hinsegin) og svo snýr hann sér að mér og þá lafir bara pungurinn á honum út fyrir og lengst niður... og hann fattaði ekki neitt heldur gekk bara ofan í laugina eins og ekkert væri.
Ég er að spá í að fara að henda inn einhverjum myndum frá gærdeginum og vona að þið njótið vel...
Skrifað klukkan 17:48 |