canEdit = new Array();


fimmtudagur, september 16, 2004

Hæ aftur...
Þetta er bara ég og ég er búinn að vera uppí skóla síðan klukkan 7.30. Það var mjög gaman að busa þessa HÖRÐU og LEIÐINLEGU busa... þetta er einn leiðinlegasti árgangur sem ég hef kynnst. En þau voru nú ágæt flest, það er bara alltaf svona hálfvitar innan um sem eyðileggja fyrir heildinni. Mamman og pabbinn bara komin heim og fékk maður fullt af pökkum, ekki leiðinlegt það, og svo fer maður bráðlega að skella sér í sturtu og klára daginn með Busaballi Borgarholtsskóla sem mun verða haldið á Nasa í kvöld. Ekkert smá mikið að redda fyrir þetta ball og er hálfur dagurinn búinn að fara í það.

Hey hvað haldiði að hafi gerst í nótt, þegar að maður er svona einn heima þá þarf maður að hugsa um heimilið og þar sem að ég er búinn að búa hérna einn í viku og lítið verið heima þá hef ég ekkert verið að henda mikið af rusli. Svo var eins og flestir vita eitthvað óveður hérna í nótt og ég vakna við einhver djöfulsins læti klukkan eitthvað um 4. Svo þegar á líður þá fatta ég að þetta er helvítis ruslatunnan sem er búin að fjúka lengst (því hún var hálftóm) og þeir sem vita hvar ég á heima þá var ruslatunnan komin að bílunum, þannig að ég þurfti að fara framúr, klæða mig og druslast út í þetta ÓVEÐUR, á milli svefns og vöku og draga ruslatunnuna að útidyrahurðinni svo hún væri í skjóli.




Skrifað klukkan 18:58 |