miðvikudagur, september 22, 2004
Gott kvöld
Ég var að skella inn nýjum myndum úr afmælinu hjá Nadiu. Reyndar gerði ég það í gærkvöldi en ég nennti þá ekki að fara að blogga bara um það að ég væri búinn að setja myndir inn, ekki að það skipti einhverju máli, en svona er það bara.
Ég er meira og minna búinn að vera að teikna í dag eftir að ég kom heim úr skólanum. Það er svo skrítið hvað maður getur gleymt sér í sumum hlutum. Ég er búinn að vera að teikna fætur, það er verkefni fyrir einn áfanga sem ég er í í skólanum og ég á ekki að sýna það fyrr en næsta miðvikudag, en haldiði að minn sé ekki bara búinn að þessu, þetta er svo rosalega gaman. Ef ég teikna eitthvað meira þá er það bara plús.
Ég var að horfa á Extreme Makeover áðan og ertu ekki að grínast hvað lýtalækningar geta gert fyrir fólk. Það var ein stelpa þarna sem átti þetta svo virkilega skilið, hún var holgómi og það vantaði í hana tennur og nefið á henni var eins og hún hafði lennt fyrir gröfu eða eitthvað, og svo þegar það var búið að fixa hana alla til þá var hún bara orðin myndar stúlka. (Það var alveg séns á bíó bara) Svona fólk á þetta alveg skilið. Það er bara alltaf eitthvað svona fólk inn á milli sem vill láta laga eitthvað sem sést varla eftir á eins og t.d. Ruth Reginalds... Hún lítur alveg eins út nema það að hún er með aðeins stærri brjóst. En kommon það eru gerðar margar brjóstastækkanir á hverjum degi, ekki eins og það sé eitthvað stórmál.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur verið latur. Án gríns ég er varla ennþá kominn í gang í skólanum. Ég er eitthvað alltaf að blekkja sjálfan mig. Ég þarf að fara að byrja að læra ef ég ætla að ná því markmiði að útskrifast um jólin. Eins og er þá þarf ég að klára Lolita, Horfa á einhverja mynd eftir Erik Von Strohein (ekki spurja mig hver það er), lesa Who flew over the Coocoos nest, klára Fátækt fólk, kaupa náttúrufræði bókina... og svona mætti áfram telja, ég vildi bara ekki halda áfram því ég var að fá kast!
Ég verð að fara að sofa til að safna orku fyrir þetta allt saman
Skrifað klukkan 23:05 |