canEdit = new Array();


fimmtudagur, september 09, 2004

Ég hata að lesa undir pressu!
Já ég er búinn að vera að lesa síðan um 6 leytið og var að klára aðra af tveim bókum sem ég er búinn að lesa í þessari viku... Ég hata að lesa svona mikið, svo á ég eftir að lesa tvær bækur fyrir mánudaginn, ég er ekki alveg að sjá það gerast en það mun gerast einhvernveginn. Ég er einhvernveginn bara í einhverjum lesáföngum, en það er allavega mjög gott að vera búinn í bili. Það er ekkert merkilegt búið að vera að gerast í mínu lífi undanfarna daga, en það er samt alltaf nóg um að vera og nóg að gera. Ég er að hugsa um að hafa þetta ekki lengra í bili, kannski ég byrji bara núna á að lesa Fátækt fólk, svona til að auðvelda mér um helgina.
Bæ á meðan


Skrifað klukkan 23:37 |