canEdit = new Array();


sunnudagur, september 19, 2004

Ég er of veikur fyrir fríu áfengi
pabbi: ætlaru á bíl???

Ég: já auðvitað ég ætla að vera edrú í kvöld og koma snemma heim og fara að læra.

Svo fer ég í afmælið til Nadiu sem haldið var á Dillon, ég og Jón Bjarki förum þangað í góðum gír og svo þegar komið er á staðinn fatta ég að ég þekki eiginlega engann. Svo horfi ég á barborðið þar sem er bolla og bjór í boði, þrýstingur frá Jóni Bjarka og ég segi bara æji fokk it, Arna er að vinna hérna á Humarhúsinu þannig að hún getur tekið bílinn minn heim.
Ég hef blekkt sjálfann mig út í einhverja vitleysu. Svo endar þetta með því að ég er farinn að strauja kortið mitt hægri vinstri á barnum og ég veit ekki hvað og hvað.

En þrátt fyrir allt þá var þetta frábært kvöld í alla staði og Nadia takk fyrir mig.
Nú er ég hér í vinnunni að éta ostaslaufu og bara ennþá með fullt af áfengi í blóðinu...
Jæja ég verð að fara að vinna'

Blæ (það er svo fyndið þegar maður ætlar að segja bæði bless og bæ í einu)


Skrifað klukkan 13:49 |