föstudagur, september 24, 2004
Ég er kominn aftur
Jæja þá er ég kominn aftur úr bloggpásunni eftir að hafa aðeins einbeitt mér að skólanum og kláraði ég bara nokkur verkefni.
Ég fór í Árbæjarlaugina áðan og "skokkaði" 3. kílómetra og fór svo í sund og synnti 1. kílómeter, enginn smá dugnaður. Og svo þegar ég var að ganga þarna í elliðaárdalnum þá er ég alveg meira en hálfnaður og hef ekki mætt neinum á ferli (enda ekkert rosalega gott veður) og er með tónlist í eyrunum og það kemur eitt mjög gott lag og ég hækka alveg í botn. Svo geng ég þarna og er alveg með hálflokuð augun vegna vinds og svo var ég bara að hlusta á tónlistina mína, ég horfi bara svona niður á gangstéttina, heyri ekkert nema í Ben Harper, og svo mæti ég einum eldri manni alveg akkúrat þegar ég lít upp, og mér bregður svo að ég set alveg hendurnar fyrir andlitið á mér og þá bregður honum svo (ég veit ekki hvort hann hélt ég ætlaði að ráðast á sig eða hvað, hann var allavega þannig á svipinn)... Þetta var allavega soldið fyndið eftirá og ég fór alveg að hlæja þarna einn á labbinu. Það er sko aldeilis mikið að gerast þarna í elliðaárdalnum á föstudögum, maður er alltaf að lenda í einhverju.
Hey ég var að kaupa mér miða á Nordisk Panorama og ætli maður skelli sér ekki bara í bíó í kvöld. Reyndar fengum við smá Díl uppí skóla, armbandið á 600 kall, sem er ekkert verð fyrir armband sem gildir á um 100 myndir.
Vó allt í einu kom einhver ritstýfla...
Skrifað klukkan 18:09 |