sunnudagur, ágúst 15, 2004
Jæja þá er kallinn kominn aftur eftir smá pásu... Pásur eru af hinu góða og er ástæðan fyrir þessari pásu þessi nýafstaðna hitabylgja sem setti allt úr skorðum. Ég er eflaust búinn að gera margt síðan ég skrifaði síðast meðal annars fá hita, vinna, vinna, og fara í sund og vera í smá fríi og já ekki má gleyma vinnunni, tjilla á Austurvelli og á Grettisgötunni og margt fleira. Ég hefði ekki viljað vera erlendis núna og hafa misst af því þegar hitamet voru slegin dag eftir dag. Í gær átti Valli afmæli, til hamingju og Siggi einmitt um daginn líka, til hamingju.
Í tilefni af því var smá hittingur á Grettisgötunni í gærkvöldi og var minn bara bílandi!, ótrúlegt en satt og svo kom ég mér bara heim um 12 leytið.
Það var mjög gott að vakna í morgun án þess að vera þunnur og án þess að vera að vinna, og skellti ég mér bara að horfa á íslandsmeistaramótið í tennis ásamt Andra sem gat ekki keppt vegna meiðsla. Það var ágætis afþreying og fór maður að finna fyrir kuldanum er leið á keppnina.. greinilega ekki hitabylgja lengur. Það er alltaf jafngaman að læra eitthvað nýtt, ég hef t.d. aldrei kunnað reglurnar í tennis og núna mundi ég eflaust vinna marga... hehe segi svona..
Stundatöflurnar eru tilbúnar á þriðjudaginn því miður, mér langar að fara núna til útlanda og upplifa einhver ævintýri... þessa dagana hugsa ég ekki um annað en Frakkland og grafíska hönnun og penslana mína og hvað ég geti gert... það er búið að vera smá lægð yfir þessu hjá mér en vonandi fer eitthvað sniðugt að gerast. Skrítið hvernig hugmyndaflugið er stundum á fullu meðan það er aðra daga eins og það sé slökkt á því.
Arna hringdi og stoppaði þessi mögnuðu skrif mín...
Skrifað klukkan 19:58 |