föstudagur, ágúst 27, 2004
...JAMES BROWN...
Þá styttist í það sem ég er búinn að bíða eftir alveg frá því að miðasala hófst, sjálfur James Brown er á leiðinni til landsins eða eflaust kominn og heldur tónleika í Laugardalshöllinni á morgun og engir aðrir en ein af mínum uppáhaldshljómsveitum Jagúar hita upp. Ég ætla að vera mættur eitthvað um 7 hálf 8 til að ná að sjá sem flest og svo verður sko aldeilis tekið á því eftir á... Þeir sem eru ekki að fara á þessa tónleika og halda upp á James Brown ættu ekki að hugsa sig tvisvar um og drullast til að kaupa miða. Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og er að horfa á miðann minn, get einfaldlega ekki beðið en nóg um það. Svínasúpan er í kvöld og missti ég af síðasta þætti þannig að ég ætla alls ekki að missa af þessum.
Ég er búinn að setja myndir inn frá þremur atburðum og mun setja fleiri inn við tækifæri, það er bara allt að gerast hérna. Vona bara að fólk haldi áfram að kommenta það er svo leiðinlegt ef að enginn kommentar því ég veit alveg að fólk er að lesa þetta, það sést hérna á teljaranum og fleira... koma svo látið í ykkur heyra. En jæja ég er víst farinn að gera eitthvað..
Later
Skrifað klukkan 19:49 |