mánudagur, júlí 05, 2004
Hvað get ég sagt?
Ég fór klukkan tæplega fimm í gær upp í Egilshöll á þessa umtöluðu Metallica tónleika, það var þó nokkuð af fólki en samt minna en ég bjóst við. Því næst fékk maður armband og rölti sér inn á A svæði og komumst við mjög nálægt sviðinu og biðum við þar þar til fjörið byrjaði. Fyrsta hljómsveitin sem steig á svið var Brain Police, mér finnst þessi hljómsveit þrusugóð og þá sérstaklega eitt lag frá þeim, sem hefur verið mest í spilun.
Svo kom Mínus, þeir eru full harðir fyrir minn smekk, en samt gaman að sjá þá. Þegar Mínus voru búnir að spila var orðið soldið heitt þarna inni, og við tók bið. Svo biðum við aðeins meira, og þá var orðið soldið heitara. Svo biðum við meira, og lengur og aðeins meira og þá vorum við búin að bíða í einhvern einn og hálfan klukkutíma. Það var orðið frekar þröngt og ég hef ALDREI séð svona mikið af fólki, það var hægt að vinda bolina hjá fólki, eða réttara sagt hjá þeim sem voru í bolum! En á endanum byrjuðu Metallica að spila og vááá ég hef aldrei upplifað annað eins. Það var samt mjög fyndið að þegar það gerðist þá sá maður alla litlu krakkana sem ætluðu að vera fremst flýja og troða sér aftast. Minn náði myndavél inn á tónleikana þannig að ég tók nokkrar myndir og meira að segja smá video, en það heyrist bara aahhaahahaaaa... á því! Metallica voru mjög góðir og fékk maður nokkrum sinnum gæsahúð með nokkrum lögum. Svo þegar tónleikarnir voru búnir þá sá maður hvað þetta var mikið af fólki, það var fólk allsstaðar og ég var í klukkutíma að keyra heim til mín úr Engjahverfinu. Ég fór heim í snögga sturtu og passaði mig að heyra ekki úrslitin í leiknum. Svo fórum ég og Matti til Jörgens og horfðum á leikinn og átum pizzu. Grikkland unnu, ótrúlegt en satt og ég held ég hafi sofnað nokkrum sinnum yfir leiknum enda mikið búið að ganga á. Svo var ég bara kominn heim rúmlega 4 og ég er að sofna hérna í vinnunni núna.
En laugardagurinn var líka nokkuð skrautlegur hjá sumum, og náðist það upp á video, haha gott á þig Haffi! Þú mátt líka alveg sækja jakkann þinn og derhúfuna heim til mín og koma með peysuna og sandalana mína! hehe þetta var nokkuð fyndið.
Jæja ég er farinn að "vinna"
Skrifað klukkan 10:32 |