mánudagur, júlí 19, 2004
Helgin...
...var ágæt, farið í mjög svo skemmtilegt afmæli hjá Jón Bjarka á laugardaginn og var margt um manninn þar, eftir það var kíkt heim til Helenu og síðan haldið heim á leið. Þegar ég var kominn hjá Olís flautaði einhver bíll á mig og var það þá Matti, Jörgen og Atli og voru þeir að fara heim til Matta í playstation og kíkti ég með þeim en sofnaði síðan bara í sófanum. Svo vaknaði ég daginn eftir mjög ferskur skellti mér í sturtu og fann ekki fyrir þynnku! Brunaði upp í vinnu og var að vinna í þessu fáránlega góða veðri, bæði laugardag og sunnudag!!!
Síðan eftir vinnu fór ég heim og borðaði og svo um kvöldið kíkti ég á Andra sem var að koma heim frá Deutchlandi og fórum við í sund og eitthvað... og í dag er gott veður og ég að vinna sem ég er alls ekki sáttur með, en æji mér er samt svona farið að vera alveg sama.. og svona til að minnast á það þá á ég aðeins eftir að vinna 9 daga í bankanum og þá er ég kominn í þriggja vikna "sumarfrí".
Bæ
Skrifað klukkan 09:35 |