föstudagur, júlí 23, 2004
Framtíðin...
Mér fannst ég verða að blogga aðeins vegna þess að í dag er föstudagur, föstudagar eru að mínu mati skemmtilegustu dagar vikunnar vegna þess að þá er yfirleitt svo mikið framundan og fólk svona léttara á því. Það er ekki mikið búið að gerast hjá mér síðustu daga þannig að ég hef ekkert mikið að segja. Nú er tæp vika eftir af þessari vinnu og er spurning hvað tekur við þá. Að sjálfsögðu taka eyjar við beint eftir næstu viku en svo er ég kominn í nett frí aftur. Ég tek kannski bara eitthvað auka uppí Adidas... kemur bara allt saman í ljós.
Skólinn nálgast óðum, því miður get ekki sagt að ég hlakki til því ég er að læra eitthvað sem ég hef ekkert svo mikinn áhuga á. Ég bíð spenntur eftir að klára þessar 23. einingar sem ég á eftir og fara svo að læra eitthvað sem ég hef gaman af að læra og þá kannski finnst manni skemmtilegra að læra. Samt langar mig að flytja til Frakklands eftir áramótin í svona 6 mánuði eða meira og vinna og læra tungumálið, svo er aldrei að vita nema maður fari bara í einhvern listaháskóla í Frakklandi, því mér finnst Listaháskólinn hér heima ekkert sérstaklega spennandi. Maður er alltaf að skipta um hvað manni langar að gera í framtíðinni og er ég farinn að hallast enn einu sinni að grafískri hönnun. Þetta fer bara í hringi hjá mér. En samt tengist þetta oftast sama grunninum.
Þannig að ef einhverjum langar að flytja með mér til Frakklands látið mig vita...
Skrifað klukkan 12:39 |