canEdit = new Array();


miðvikudagur, júlí 28, 2004

Enn einn dagurinn genginn í garð...
...í þessu lífi. Já þetta virðist alltaf halda áfram, maður vaknar og fer til vinnu... við gerum ekki annað en að lifa eftir einhverri klukku og dögum. Í dag er miðvikudagur sem er í miðri vikunni. Ég á aðeins eftir að vinna morgundaginn og þá tekur óvissan við.
Eftir helgina langar mig rosalega að kíkja til Akureyrar. Það væri mjög gaman að fara kannski í river rafting í Varmahlíð í Jökulsá austari og halda síðan áleiðis til Akureyrar. Allavega víst ég fór ekki til útlanda í sumar þá langar mig að ferðast eitthvað innanlands... Vill einhver koma með mér norður? En já svo fer maður bara að græja pollagallann fyrir eyjar því það bendir allt til þess að veðurguðirnir ætli að bleyta okkur svoldið en það verður bara allt í lagi.. Jæja ég er farinn að telja peninga



Skrifað klukkan 09:33 |