mánudagur, júní 21, 2004
Í vinnunni
Það var skellt sér í fyrstu útileigu sumarsins á föstudaginn eftir vinnu. Matti og Jörgen ætluðu að hjóla upp í Þrastaskóg og komust þeir ekki langt því þegar þeir voru komnir uppí Árbæ var einhver auli sem keyrði Matta niður með þeim afleiðingum að andlitið á honum mölbraut framrúðuna... en við fórum samt í útileiguna, án Matta og keyrðum uppí Þrastaskóg. Það var massa stemming og frekar rólegt í rigningunni á föstudeginum. Á laugardaginn fórum við í sund á Selfossi og tókum bara öllu rólega, þetta var svo mikið chill eitthvað. Um kvöldið átum við á Pizza 67 og horfðum á Holland - Tékkland þar; Þvílíkur leikur! Þegar líða tók á kvöldið jókst mannskapurinn og fólk fór að sötra áfengi. Við vorum í einum af fallegri stöðum landsins að mínu mati og kynntumst við ýmsu fólki. Þegar við fórum að sofa vorum við 6 í mínu tjaldi sem er 5 manna og kom ég með 3. vindsængur og ég svaf á jörðinni!! Ekkert smá illa farið með mig, hehe en það var samt bara fyndið. Við vorum fyrst til að fara á sunnudeginum því hinir sem voru í næstum tjöldum voru búinr að framkvæma soldið sem ég ætla ekki að tala um hér og vildum við ekki láta bendla okkur við það. Við tókum meira að segja myndir sem sönnunargögn! Fórum í sund á Selfossi sem var SVO gott og keyrðum í bæinn. Þetta var svo skemmtileg ferð.
Ég var líka að kaupa mér digital myndavél, þannig að ég á eftir að vera duglegri að taka myndir!
Jæja það tók sinn tíma að skrifa þetta, og þar sem ég er að vinna verð ég að fara að hætta
Einar
Skrifað klukkan 10:43 |