mánudagur, júní 28, 2004
Róleg helgi...
Það er ótrúlegt hvað fólk er misjafnt eins og það er margt! Suma fílar maður og suma fílar maður bara alls ekki. Sumt fólk er falskt og talar við þig eins og því líki við þig en svo veistu aldrei hvað er sagt um þig þegar þú ert ekki annarsvegar. Svo er sumt fólk alveg einstakt!
Á erfiðum tímum veistu best hverjir eru vinir þínir. Það er fólkið sem hefur samband við þig og er til staðar fyrir þig. Oft eru það bestu vinir þínir sem þú heyrir ekkert í, svo kemur í ljós að einhverjir aðrir reynast þér betur og eru í rauninni betri vinir þínir en þú hélst, og einfaldlega betri vinir þínir en "bestu vinir" þínir.
Skrítið hvernig maður nær betri tengslum við sumt fólk en annað. Sumir einfaldlega smella saman og aðrir geta varla umgengist hvort annað. Ég hef einmitt lennt í því að kynnast fólki sem hugsaði bara eins og ég; Það sagði alltaf það sem ég var að hugsa og gerði það sem ég var að fara að gera og finnst mér það alveg magnað.
Ég hef oft verið að hugsa hvar maður væri án tónlistar. Ef ég er einn þá er ekkert betra en að hækka í græjunum og hlusta á uppáhalds tónlistina mína. Skrítið hvað minningar tengjast oft lögum. Þú og einhver önnur manneskja tengið eitthvað lag við ykkur og þannig. Líka einhverjar aðstæður og eitthvað tiltekið lag o.s.frv.
Mér langaði aðeins að skrifa niður það sem ég var að hugsa akkúrat núna og er þetta útkoman!
Einar
Skrifað klukkan 00:24 |