canEdit = new Array();


föstudagur, júní 25, 2004

Rigning úti
Já það er mikil rigning úti og á svona tímum líður manni bara ágætlega að vera að vinna inni. Fyrsta helgin í júlí er um þarnæstuhelgi og ætlaði maður að gera eitthvað sniðugt, en mér er farið að langa pínulítið á Metallica tónleikana þannig að það er aldrei að vita hvað maður gerir, kannski ég geri bara bæði... Síðastliðnu tvo daga hefur mér langað ískyggilega mikið í bjór, þó svo það sé ekki nema einn bjór, þannig að maður á kannski eftir að kíkja út á lífið um helgina, hver veit. Þetta er allavega vinnuhelgin mín svo ég verð líka að vinna. En það er ekkert að gera hér í bankanum og er það ástæðan fyrir þessu bloggi... annars finnst mér enginn vera að standa sig eitthvað þannig í þessu bloggi yfir sumartímann, enda fáir að vinna svona við tölvu allan daginn eins og ég!
Nú veit ég ekkert hvað ég á að skrifa meira, ef ég fer að hugsa eitthvað koma bara einhverjar skuldabréfa-, ávísana-, evru-, gíróseðla-hugsanir ef þið skiljið mig.. maður getur orðið soldið klikkaður á þessu
Ég segi seinna...
Einar


Skrifað klukkan 12:22 |