canEdit = new Array();


sunnudagur, júní 13, 2004

Með Al Green í eyrunum
Já það er svo mikið búið að vera að gera hjá mér síðustu daga að ég nenni ekki að skrifa mikið um það. Föstudagur: Selma birtist allt í einu í bankanum hjá mér, hún ákvað bara að koma til landsins og láta engann vita, ég hélt mig væri að dreyma! Það sem henni dettur í hug. Við fórum í sund og svo var vesenast e-ð um kvöldið. Laugardagur: unnið frá 9 og svo farið í útskriftarveislu hjá Nonna frænda mínum og var Selma með smá afmæli þar, svo var farið í afmæli hjá Guðrúnu eftir það og svo komið heim. Sunnudagur: unnið frá 1. og svo farið til Einars í mat og að horfa á leikinn og var ég mjög sáttur með úrslitin 2-1 fyrir Frakklandi þar sem að ég held með þeim í keppninni. Gaman að segja frá því að við í Adidas búðinni og Ogvodafone í Kringlunni erum með svona EM leik og það eru 11 kyppur í pottinum og við áttum að skrifa niður þau lið sem við höldum að komist í fjögurra liða úrslit og sá sem verður næstur því vinnur. Það sem ég giskaði á var Frakkland, Þýskaland, England og Ítalía svo er það bara að bíða og vona að þessi lönd standi sig! Svo erum við í treyjum í vinnunni vegna þess að Adidas er svo stór styrktaraðili á EM og fengum við því Roteiro treyjur merktar okkur og heiti ég Einar Ballack, sem er bara fyndið. Bara fjórir vinnudagar í þessari viku, sweat. Það er stór dagur á morgun því hún Arna Þórhallsdóttir verður tuttugu ára gömul og þar er enn eitt afmælið í þessum mánuði, þessi afmæli og útskriftir, þetta er rosalegt.


Skrifað klukkan 23:33 |