canEdit = new Array();


laugardagur, júní 05, 2004

Það er kominn júní
Já sumarið er sko aldeilis komið og sólin skein sko í gær, á svona stundum væri maður til í að eyða vinnudeginum úti en ég er bankastarfsmaður og er bara að standa mig vel held ég. Þessi vika fór í það að læra á þetta bankakerfi og var kallinum ekki bara skellt á kassa strax á öðrum degi í vinnunni. En þetta er alveg ágætis job, vinnutíminn frá 9 til svona hálf 5 sem er fínt þar sem að síðustu sumur hef ég unnið frá 9 - 7.
Það er laugardagur í dag og langar mér soldið að skella mér á fyllerí í kvöld en það verður bara að koma í ljós hvernig það endar. Annars hef ég ekkert allt of gott af því að drekka áfengi þar sem það fer ekki vel í hausinn á mér, maður gerir allskyns hluti sem maður hefði alls ekki átt að gera og svo framvegis. Það er stundum hægt að hlæja af því en alls ekki alltaf! Í dag er ég í fríi í vinnunum mínum sem gerist ekki oft og haldiði ekki að það sé bara rigning!!! Ég sem var búinn að panta sól. Þegar það er rigning þá getur maður ekki farið á línuskauta, þá nennir maður ekki að fara í sund, þá nennir maður ekki að vera úti, þannig að ég hefði alveg eins getað verið að vinna...
Það styttist óðum í að maður fari í útileigur og get ég ekki beðið þar sem að útileigur eru algjör snilld, svo má náttúrulega ekki gleyma Þjóðhátíðinni. Rauður vann í skoðanna könnuninni minni og er það vinsælasti liturinn og þar á eftir blár.
Jæja ég er farinn út í rigninguna...


Skrifað klukkan 14:40 |