miðvikudagur, júní 09, 2004
Afþvíbara
Æi mér langaði svo að henda inn einhverju smá, ekki það að ég hafi eitthvað að segja frekar en fyrri daginn, en ég er búinn að vera að hjálpa pabba við það að háþrýstiþvo þakíð í allt kvöld. Ég sá um það að spúla einhverju hreinsiefni og svo pabbi með háþrýstidæluna, það er nebbla verið að fara að mála þakið, svo er líka verið að helluleggja planið þannig að það er allt í rústi hér fyrir utan.
Ég, Einar Guðmundsson, fór í ökutíma í gær, til að endurnýja þetta helvítis ökuskirteini. Óli Lár sá um það að vera að gefa mér einkunn og fékk ég fullt af fimmum (sem er besta einkunnin) og þónokkra fjarka og aðeins einn þrist og ekkert þar fyrir neðan og finnst mér það bara nokkuð gott og var ég sáttur. Þristurinn var sko fyrir hraðann þó svo að mér fannst ég keyra SVO hægt, miklu hægar en venjulega, þá sagði hann að ég mundi keyra aðeins of hratt, hehe, þessir ökukennarar. Svo fer ég á morgun og bið um nýtt skirteini og kostar þessi pakki ekki meira né minna en 7.500 kr! og ef ég væri svo heppinn að vera með punkt, þá mundi ég bara fá annað tveggja ára bráðabirgða skirteini, ekkert smá asnalegt, þannig að ég vorkenni þeim sem eru með einhverja punkta. Vinnan sem ég er í er eitt mesta chill sem ég hef verið í, ef það er ekkert að gera þá er EKKERT að gera.
Jæja þá ég náði að skrifa eitthvað og ég ætla að skella mér í sturtu!
Einsigúmm
Skrifað klukkan 23:22 |