canEdit = new Array();


sunnudagur, júní 06, 2004

101
Já það var sko gaman í gær... Ég, Matti og Gummi fórum til Jörgens og fengum okkur bjór, þetta var svona skyndiákvörðun, svo keyrði ég einhvern Subaru upp á players en þá var byrjað að rukka inn þannig að við brunuðum niður á einhverja billiard stofu á Hverfisgötunni og fengum okkur meiri bjór, því næst var farið á ellefuna tekið borðfótbolta og þaðan á Sólon. Það var margt um manninn og var mikið stuð á fólki. Svo fórum við eitthvert annað og annað og endaði þetta með því að við vissum ekkert hvað við ætluðum að gera og vorum allt í einu komnir á Devitos og svo var bara tekið leigubíl heim um 6 leytið. Minns var þægur allt kvöldið og gerði ekki neitt af sér! Fullt af fólki sem ég hitti í bænum og margir sem ég sá en hitti ekki. Svo var bara tekið tjillið á þetta í dag, aðeins kíkt í Kringluna og rölt einn hring með Lindu og svo fór ég í afmæli hjá litlu frændum mínum...
Bless í bili
Einar


Skrifað klukkan 18:46 |