föstudagur, maí 14, 2004
Sumarið er ekki tími bloggsins, eða allavega ekki vorið þegar fólk er sem ánægðast og allt sumarið framundan, þá er sko nóg um að vera. Bjórkvöld hjá Borgó núna og nenni ég varla að fara en ætli maður verði ekki að kíkja allavega. Þetta var ekki besta tímasetningin þar sem að það eru ekki allir búnir í prófum og frekar margir eru að fara að djamma á morgun. Ég var að uppgvöta svo geðveikt góðan disk sem heitir White Blood Cells með White Stripes, ég er búinn að eiga hann í einhvern tíma en ekkert hlustað á hann mikið en hann er alveg þrusu góður og mæli ég með honum, er einmitt að hlusta á hann núna... Jæja ég ætla að drulla mér á þetta bjórkvöld þó ég nenni því ekki
Einar
Skrifað klukkan 23:17 |