canEdit = new Array();


mánudagur, maí 17, 2004

Pablo And Friends
Þegar ég kom heim í gær eftir vinnu sagði Ylfa mér að hún ætti 2. frímiða á Pablo And Friends og ætlaði að bjóða mér með sér. Við vorum mætt á Nordica Hotel um klukkan 22. og síðan hófst stand-up-ið um klukkan hálf ellefu. Þarna komu fram töframaðurinn Bjarni sem mér finnst alltaf jafn fyndinn og svo fyrstur á svið var Mike Loftus og á eftir honum kom Cory Holcomb og svo síðastur Pablo Francisco. Þetta var alveg ógeðslega fyndið og fengum við m.a. titilinn skemmtilegasta borðið þar sem að Ylfa og ein önnur kona hlógu svo hátt... Eftir þetta vorum við að tala við eitthvað fólk þarna og þar sem að Ylfa er að vinna á Nordica könnuðust gaurarnir í sýningunni við hana. Bill umboðsmaðurinn og Paul vinur hans komu svo með okkur í eitthvað "partý" á Gistiheimili sem mun opna 1. júní. Fólk var orðið soldið fullt og var þetta hreinasta snilld. Þessi Paul hljóp meðal annars Túngötuna nakinn klukkan um 4.30 og stóð fyrir utan eitthvað hús þar til einhver mundi sjá hann, en það voru allir sofandi í húsunum í kring. Umboðsmaðurinn (Bill) sagði okkur að David Spade og Chris Rock væru væntanlegir til landsins og væri ég mjög til í að sjá Chris Rock. Þessu öllu lauk svo þegar við skutluðum þeim aftur upp á hótel klukkan 6 og áttu þeir að mæta í eitthvað viðtal klukkan 7 hehe mjög fyndið.
Þessi helgi var allavega rosaleg.
Einar


Skrifað klukkan 17:57 |