canEdit = new Array();


mánudagur, maí 31, 2004

Helgin var skemmtileg, ég borðaði góðan mat 3 daga í röð, fór í útskriftarveislu hjá Evu á föstudaginn sem var mjög gaman, vann á laugardaginn og strax eftir vinnu brunaði ég ásamt Lindu heim til Haffa og í útskriftarveislu hjá honum sem var snilld og eftir veisluna ákváðum við að skella okkur heim til Valla og ég, Jón og Valli löbbuðum þangað frá Haffa sem tók um klukkutíma eða eitthvað vegna Valla sem tók þrjú skref á mínútu, þetta var samt ágætt þar sem að veðrið var gott. Svo í gær var tekið "ekkert-ið" á þetta og gert ekki neitt nema svo um kvöldið þegar ég fór í matarboð til frænku minnar. Svo byrjar maður sinn fyrsta vinnudag á morgun sem bankastarfsmaður. Ég kvíði soldið fyrir því en þetta verður vonandi fínt, maður má ekki vera í gallabuxum sem er mjög fyndið því ég á eiginlega bara gallabuxur en þetta reddast allt saman. Jæja ég nenni ekki að henda meira inn í bili...
The one and only Einsigúmm


Skrifað klukkan 13:58 |