canEdit = new Array();


miðvikudagur, maí 05, 2004

Gott veður, vont veður?
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarna daga, ég er búinn að vinna á hverjum degi síðan á fimmtudaginn í stað þess að læra og svo er ég búinn að sofa. Ágætis próflestrarfrí hjá mér. Annars er ég ekki að fara í próf fyrr en á föstudaginn og ég einhvernveginn kem mér ekki til þess að opna bækurnar. Gluggaveður dauðans úti, manni langar út en ætti ekkert að langa, það er skítakuldi.
Ég get ekki beðið eftir kvöldinu því ég ákvað að skella mér á Jagúar tónleika. Þeir sem vilja koma með endilega komið með þetta verður án efa mjög gaman. Svo tekur bara við lærdómur á morgun fyrir þetta skemmtilega þýskupróf. Jæja ég er farinn að leika mér.
Einar


Skrifað klukkan 14:02 |