fimmtudagur, maí 06, 2004
Ekki er þýska það skemmtilegasta
ónei, alls ekki, ég er hér að reyna að læra fyrir lokapróf í þýsku sem hefst eftir 9 klukkutíma. Það er soldið leiðinlegt að læra heila önn á einu kvöldi, maður fær þá svona nettann hnút í magann. Ekki það að ég hafi verið eitthvað lélegur í þýsku 103 og 203, fékk 9 í báðum þessum áföngum, en þegar Bernd er annarsvegar þá er sko þýskuáhuginn farinn. Þetta er nú samt alveg ágætiskall, bara ekki kennari. ég er svona rétt svo búinn að klára að fara yfir þessa 4. kafla núna einu sinni og lesa bókina Oh Maria, svo á ég eftir að lesa glósur og verkefni og fara svo aftur yfir allt hitt, ég get ekki beðið þetta er svo skemmtilegt.
Svo vona ég og vona ekki að þetta sé mitt síðasta próf, ég vona það því ég nenni ekki að fara í náttúrufræðiprófið og ég vona það ekki því ég vill ná náttúrufræðinni þá þarf ég ekki að fara í hana aftur á næsta ári. Annars held ég að ég sé nú þegar fallinn í því. Ég sætti mig nú alveg við 19 einingar fyrir þessa önn í stað 22. Jæja back to the books eða eins og maður mundi segja það á þýsku, backensie zum der buckene... þarna sjáiði þýsku kunnáttu mína
Later
Skrifað klukkan 23:50 |