föstudagur, apríl 23, 2004
Vitiði hvað
Haldiði að maður hafi ekki bara sofnað bakvið Vídalín í dag og tekið sér lúr þar í kringum klukkutíma, eða alveg þangað til það byrjaði að rigna á mann... Það var allavega alveg rosaleg stemming í fólki í morgun og var maður nokkuð hífaður þegar maður mætti í skólann, en það var bara fyndið, enda var ég búinn að ákveða það fyrir löngu að verða svona... :) en þetta var rosalega gaman og öfunda ég þá sem eiga þetta eftir. vúhú, ég varð reyndar fyrir vonbrigðum þegar ég vaknaði og helmingurinn af fólkinu var bara horfinn... en ég var mjög sannfærandi og náði að plata sonju og Elísu með mér í Kringluna og voru öryggisverðirnir eitthvað áhyggjufullir yfir okkur en við náðum að hrista þá af okkur og endaði þetta með því að Ólöf Halla kom að sækja okkur og nú er ég hér heima, fullur að blogga og bíð bara eftir matnum... eins og þið vonandi takið eftir þá er ég búinn að skipta um útlit sem að mér finnst mjög flott, ég held náttla mjög mikið upp á Bob Marley, þannig að ég tileinka þessa síðu honum... ég nenni þessu ekki lengur... ég er búinn að vera svo lengi að skrifa þetta...
Einar Garfield...
Skrifað klukkan 17:38 |