miðvikudagur, apríl 07, 2004
Árgangur '84 er málið
Í kvöld mæta allir sem útskrifuðust úr Foldaskóla vorið 2000 á Klúbbinn uppá höfða og éta og djamma saman. Hvernig mun sumt fólk lýta út? Eins og t.d. Sólberg og Stebbi? Enn svo er auðvitað spurning hvort að þetta fólk sé að fara að mæta, því það er ekki séns að allir mæti. Maturinn byrjar klukkan 7 og verður síðan ball eftir það, þannig að þeir sem ég þekki, endilega kíkið uppá Klúbb í kvöld um 11 - 12 leitið.
Það er endalaust þægilegt að geta sofið út dag eftir dag og þurfa ekki að læra neitt, ég get ekki beðið eftir sumrinu. Það versta við þetta páskafrí er að maður þarf nefnilega að læra mjög mikið og það gefur manni smá stress í magan ef maður hugsar til þess, þannig að það væri kannski best að fara að byrja á þessu öllu saman.
Svo nálgast óðum föstudagurinn 23. apríl, það er einmitt fermingardagurinn minn (vorið '98) en næstkomandi, þá dimitera ég sem Garfield, það verður ábyggilega stuð að vakna klukkan 7 og byrja að drekka, en ég ætla að fara að gera allt annað en að hanga í tölvunni þannig að ég segi bara...
Later dude
Skrifað klukkan 13:12 |