fimmtudagur, apríl 08, 2004
Hugsaðu!!
Spáiði í því hvað hugsanir fólks eru? Fólk er alltaf að hugsa, og það magnaða við það er að það er enginn annar sem veit hvað þú ert að hugsa, nema þú sjálfur. Þú getur í rauninni aldrei verið viss um hvort að fólk sé að segja satt, sama hversu vel þú þekkir viðkomandi, því það er svo rosalega margt sem að fer fram aðeins í hausnum á þér, t.d. hlutir sem að eru alveg útúr kú, sem að þú mundir aldrei nokkurn tíman segja upphátt. Svo er náttúrulega til fólk sem að hugsar upphátt, og líka til fólk sem að talar og hugsar í leiðinni, eins og t.d. Arna, hún ætlar kannski að segja, má ég fá að hringja, en henni langar rosalega til að syngja og hún er einmitt að hugsa það, þá kemur út út henni:
má ég fá að syngja... Hver kannast ekki við þetta hjá henni. Hún er samt ágæt. En já þessar hugsanir eru alveg rosalegar og það er oft gaman að pæla í þessu. Ég held samt að það geti verið slæmt að hugsa of mikið, eða pæla of mikið í hlutunum, sjálfur er ég mikill hugsuður en það er hægt að ofgera hlutunum.
Þetta er bara smá sem að mig langaði aðeins að fá að tala um, því mér finnst þetta magnað.
En út í allt annað, Reunion í gær á klúbbnum, Drukkið, borðað, farið í smá 10. bekkjar stemmingu og drukkið bjór fyrir neðan klúbbinn í svaka kulda. Ég, Arna og Haffí áttum þarna mjög gott spjall saman(ótrúlegt hvað fólk tekur eftir sem maður hefur ekki hugmynd um að það geri) og töluðum við aðeins um það hvernig sumt fólk á það til að bæla niður skoðanir annarra og í rauninni gera lítið úr því fyrir framan aðra, þó svo að það sé alltaf að tala um jafnrétti, skoðanafrelsi og eitthvað svona kjaftæði. Ég vildi bara koma þessu á framfæri og ég vil að sumir taki þetta aðeins til athugunar, það er nefnilega leiðinlegt svona rugl. Eftir þetta spjall héldum við til Rögnu og hún gaf mér kakó og snúða, því ég var að deyja úr hungri, (Ragna TAKK) og svo fór ég bara heim um 3. Rosa fínt djamm þar.
Rólegt kvöld og hver veit nema maður fari bara að læra?
Maturinn er til...
Einar
Skrifað klukkan 18:09 |