mánudagur, apríl 26, 2004
Halló
Í dag fór ég í skólann í 40 mínútur, aðeins í einn náttúrufræðitíma svo var ég bara búinn, Þannig að ég, Arna og Steinþór, skelltum okkur í göngu í kringum voginn fyrir nokkrar íþróttamætingar. Þar hittum við sveittann Valla sem var greinilega búinn að flýta sér aðeins meira við þetta en við ætluðum okkur. Þetta tók aðeins um klukkutíma, maður er enga stund að þessu og fær heilar 3. íþróttamætingar fyrir. Ekkert smá gott veður eins og alltaf á þessum árstíma (akkúrat í kringum prófin). Svo var bara keypt sér ís og svona og slakað aðeins á. Mér langar svo í nýtt hjól... ég fór að hugsa þetta um daginn, og svo var Jón Bjarki líka að tala um þetta í dag. Þannig að það er tvennt sem ég stefni á að kaupa mér í sumar og það er nýtt hjól og digital myndavél. Svo er það auðvitað Köben, en ekkert meira en það þar sem það er nóg annað að borga, þ.á.m. helvítis bílinn minn og viðgerðir á honum...!!! Mæli ekki með tvennu og það er visakort og að fjárfesta í bílum, annars gæti ég ekki verið án hans...
Ég er farinn í bili
Einar
Skrifað klukkan 18:09 |