miðvikudagur, apríl 14, 2004
( )
Haldiði að Arna hafi ekki bara hringt í mig í gær og boðið mér í heitt eplapie með ís, það sem henni dettur í hug, þetta var allavega án efa það besta sem ég hef smakkað. Eftir það var spilað, spilað, spilað og svo spilað aðeins meira alveg þangað til að klukkan var orðin mjög margt og ég komst ekki til að læra sem var ástæðan fyrir að ég þurfti að sleppa náttúrufræði prófinu í morgun... Stundum vildi ég óska að það væri kominn 10 maí, þá er ég búinn í prófum, og stundum vildi ég óska að ég væri enn í svona 9. - 10. bekk, því þá var lífið einnig mjög gott. Nú fara að taka við tvær mjög leiðinlegar lærdómsvikur þar sem allir kennararnir fara að drita á okkur verkefnum vegna þess að þeir eru komnir á eftir áætlun. Afhverju gerist það alltaf? En já svona er þetta.
Valli, Jón Bjarki og Raggi, eru komnir með einhverjar svona vinsældarkosningar sem eru að tröllríða öllu þessa dagana, ég veit ekki hvort þetta er til að fá fleiri heimsóknir á síðuna eða hvað þetta er, en mér finnst bara gaman af þessu, en það er náttúrulega mjög lame þegar fólk er farið að svindla eitthvað í þessu... Ef ég hefði eitthvað hugmyndaflug þá er aldrei að vita nema maður mundi skella upp svona könnun, en þar sem mér skortir hugmyndaflug þá gerist það ekki allavega í kvöld, ég held bara áfram með mína útileigukönnun sem mér finnst bara fín. Ég og Jón Bjarki og fleiri vorum að stinga uppá borgaraútileigu fyrstu helgina í júní, já ég endurtek í
júní, ég held að það væri algjör snilld að byrja sumarið þannig, það þyrfti bara að ákveða stað sem fyrst og vorum við eitthvað að minnast á Svínavatn eða Þórisvatn, það er allavega nálægt hvoru öðru og er það um klukkutíma héðan, sem sagt ekki of langt í burtu, en það á eftir að athuga þetta aðeins betur.
jæja, ég ætla að fara að reyna að lesa aðeins í Misery, vona að ég sofni ekki á bókinni
Einar
Skrifað klukkan 23:39 |