canEdit = new Array();


sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska
Ég vaknaði seint og ætlaði að vera mjög duglegur að læra, en nei ég hef auðvitað kveikt á msn-inu og er alltaf svona aðeins að skreppa á netið þannig að árangur minn í dag er ekki uppá marga fiska. En svona ef það tekur einhver eftir því þá er ég búinn að taka þessa djöfulsins klukku sem allir eru alltaf að væla útaf og svo skellti ég inn nýrri könnun svona til að hafa þetta eitthvað fjölbreytilegt og svo breytti ég aðeins myndinni hérna fyrir ofan.

Könnunin tengist því að ég er farinn að hlakka svo mikið til sumarsins og get ég ekki beðið eftir því að vikan endi á því að pakkað verður í bílinn, bjór og þessu frábæra tjaldi sem ég á og keyrt útúr bænum og drukkið og grillað undir berum himni, þetta er svo gaman. Hvað er þetta við sumrin, um leið og sólin fer hækkandi þá er eins og fólk fari hægt og rólega úr vetrarþunglyndinu og allir verða einhvernvegin í betra skapi og sér maður breytingu nú þegar, þetta er alveg ótrúlegt, hvað eitthvað svona hefur áhrif á fólk. En já ég ætla allavega í nokkrar útileigur í sumar, þó svo að ég fari bara einn eða með einhverjum einum eða hvernig sem það verður, það er samt alltaf svo gaman. Og þeir sem muna eftir færeysku dögunum á Ólafsvík í fyrra, muna hvað það var gaman, hefði mátt vera aðeins minna rok, en samt alveg nógu gaman fyrir mig.
Jæja ég er farinn í bili
Einar


Skrifað klukkan 19:14 |