canEdit = new Array();


föstudagur, apríl 30, 2004

Fullt af drasli
...Rakettuprik, fullt af korki, bakki undan mat, pappír, plast, mjólkurferna, hagkaupspoki, pappaglas, plastglas, nammibréf, tyggjó, tappi, spíta, rör, plaströr, gúmmíhanski, snúra, bensíndælupappi, dagblað, sígarettupakki, kókómjólk, svali, trópí, lögguborði, spreibrúsi, samlokubréf, epli, vettlingar, sun lolly, skeið, snúrur til að hengja þvott, spil, bjórflaska, sígarettustubbar, húfa, skófla, teyja, tyggjópakki, álpappír og fleira.

Þið eruð eflaust að spá í hvaða hlutir þetta eru. Málið er nefnilega það að ég fór í dag í smá göngutúr. Ég keyrði upp í Egilshöll og lét Sigga merkja við mig til að fá íþróttamætingar. Ég rölti þarna einn með sjálfum mér í rigningunni, mjög þægilegt og svo þegar ég er um það bil hálfnaður fer ég allt í einu að spá í öllu ruslinu og ákveð að punkta niður hjá mér þessa hluti. Ég skrifaði þetta í eintölu hér uppi en það þýðir alls ekki að það hafi verið eitt af hverju, en allavega þá er þetta ruslið sem var í vegkanntinum, bara á helmingnum á leiðinni. Þetta finnst mér frekar slæmt og mér finnst að fólk eigi aðeins að taka þetta til athugunar og hugsa sig tvisvar um áður en það hendir rusli út um gluggann næst. Og spáiði í snúrum til að hengja þvott á. Hver hendir þannig bara út í náttúruna???
Bara smá sem mér datt í hug og langaði að skrifa um.
Síðasti skóladagurinn í dag, ekkert smá þægilegt, svo taka við próf, þ.e. dauður tími.
Þangað til seinna.
Einar


Skrifað klukkan 19:58 |