þriðjudagur, apríl 06, 2004
Á þessum degi fyrir 73. vetrum síðan...
...fæddist amma mín. Hún á sem sagt afmæli í dag. Það er búið að vera þó nokkuð mikið að gera uppá síðkastið og er það ástæðan fyrir litlu bloggi, það sem að hefur meðal annars staðið fyrir því eru commentin á steina síðu. Maður les nebbla alltaf fyrst yfir allar síðurnar áður en maður byrjar að blogga og þegar maður var búinn að lesa steina síðu, þá var maður bara búinn að vera í tölvunni í svona 5 tíma eða e-ð, en nóg um það.
Ég verð bara aðeins að fá að nefna afmælið hans steina. Þetta var rosalega skemmtilegt afmæli og mjög svona tilfinningalegt, þegar þessar ræður voru (sérstaklega hennar Eddu). Einnig var alveg svaka ísstytta, Norðmaður og eftir klukkan 10 byrjuðu hinir vinirnir að mæta og þá kom líka bolla. Rúmlega 12 var ég orðinn rosalega þreyttur vegna mikilla anna í vikunni á undan og hjálpaði áfengið til við þessa þreytu og asnaskap!!! Svo á sunnudaginn var tjillað heima hjá Valla og komið heim seint, þannig að það er vægast sagt búið að vera þétt setin dagskrá síðustu daga.
Einar
Skrifað klukkan 16:46 |