sunnudagur, apríl 25, 2004
Það er ótrúlegt...
...hvað maður finnur sér að gera þegar maður þarf að vera að læra. Maður gerir nákvæmlega ALLT annað en að drullast til að læra smá. Nú þegar það er aðeins ein vika eftir og maður hugsar um allt það sem maður á eftir að gera og skila þá verð ég að viðurkenna að ég fæ nettan hnút í magann.
Ég er allavega ennþá aðeins að jafna mig eftir föstudaginn, ég held að þetta hafi verið svona once in a lifetime... ég er ekki að fara að gera svona aftur, ekki einu sinni um verslunarmannahelgina, maður sefur allavega aðeins lengur þar, eða það er allavega allt öðruvísi. Ég held að á næstu tveim vikum c.a. eigi eftir að vera lítið um blogg hjá fólki, maður er nú bara farinn að sjá mun nú þegar. Ég er allavega farinn að éta og svo getið þið giskað hvað tekur við á eftir því!!!
Later
Skrifað klukkan 18:30 |