mánudagur, mars 08, 2004
Jæja...
Ég er búinn að vera hérna fyrir framan tölvuna mína síðan klukkan 5 og reynt að gera þessa bloggsíðu, það er nú loks lokið í bili, en annars verð ég örugglega að breyta henni eitthvað áfram. Ég hef ákveðið að byrja að blogga aftur (allavega tímabundið) og sjá hvernig til tekst.
Helgin er nýafstaðin og var hún vægast sagt mjög góð. Ég byrjaði eftir vinnu á föstudaginn að bruna austur fyrir fjall og gisti í bústað í tvítugsafmæli, var mikið um ölvun og fataleysi... daginn eftir var síðan rúntað um sveitina og kíkt í Eden og svona. Seinna um kvöldið þurfti ég svo að bruna á Geysi, þar sem að ég fór á árshátíð Adidas Concept Store, og var þriggja rétta máltíð og mikið étið en varð ég fyrir þó nokkrum vonbrigðum því að fólk var ekki alveg með stemminguna í lagi eftir klukkan 1 og fór þá fólk að skríða inn í kofana sína... þar sem að ég hafði verið á ágætu róli daginn áður var ég ekki sáttur með það, en það fór eins og það fór og endaði ég uppí rúmi um klukkan 4.
Daginn eftir var svo vaknað um 10 étið morgunmat og brunað í bæinn til að vinna. Þannig að þetta var þéttskipulögð helgi og mjög skemmtileg.
Ég er farinn að gera eitthvað annað en að tölvast í bili, vil samt þakka Valla fyrir þá hjálp sem að ég fékk hjá honum áðan í sambandi við þetta blogg...
Later
Skrifað klukkan 21:24 |