canEdit = new Array();


sunnudagur, mars 21, 2004

Jæja
Þá er sunnudagurinn á enda og búið að vera mikið að gera. Ég byrjaði á því að vakna klukkan 14.30 og hringdi í Örnu og ákvað að splæsa á 15" Dominos pizzu með tveimur áleggstegundum; svo hljóðaði allavega gjafabréfið sem ég átti. þá var bara að panta pizzuna og keyra heim til Örnu. Ég, Arna og Steini átum pizzuna og skelltum okkur svo ásamt Erlu og Ragga í ísbíltúr. Auðvitað fórum við í ísbúðina í Hagamel og var að vanda fullt að gera, en við létum það ekki á okkur fá.
Það var ein kona sem var geðveikt að ryðjast í röðinni og við vorum bara búin að búa til lífsævisöguna hennar á leiðinni heim í bílnum, hehe.

Eftir það þá keyrði ég bara upp í Hrísrima 10, a.k.a Arna's house, og skellti einni videospólu í tækið, á þeirri spólu var Frakklandsferðin mín, og djöfull er þessi spóla orðin leiðinleg svona í 10-da sinn. Raggi kom með þá hugmynd að skella sér í bíó á strskíenhutssszh.... og ég vissi ekki hvaða mynd það var fyrr en hann sagði að hún væri með Ben Stiller, ég horfi nebbla ekki mikið á sjónvarpið og skildi Ragga heldur ekki, fyrir þá sem ekki vita þá heitir myndin Starsky & Hutch, Raggi kunni bara ekki að segja það.
Myndin var mjög góð og fyndin og var gaman að hafa ekki séð trailerinn. Ég HATA þegar að öll góðu atriðin í myndum eru sýnd í trailerunum þá er þetta ekkert fyndið því að maður er búinn að sjá þetta svona fimm hundruð sinnum.!!! En svona er þetta bara, eftir myndina fór pabbinn og kellingin hans bara með krakkana sína útí ameríska fjölskyldu bílinn og brunað var í Grafarvoginn. Skóli á morgun því miður og er ég frekar mikið farinn að bíða eftir sumrinu.
Nóg í bili...
Einar


Skrifað klukkan 22:52 |