föstudagur, mars 26, 2004
It's been awhile!
já, þið verðið að fyrirgefa hvað það er langt síðan ég hef kastað einhverju niður. Málið er bara að ég er orðinn einhver tölvunördi sem þykist kunna eitthvað á tölvur en í rauninni kann ég ekki neitt. Ein sönnun á því er að ég klúðraði helvítis miðunum á Glæsiballið og eitthvað djöfulsins rugl þar. Miðarnir voru eins og þeir höfðu verið prentaðir úr prentaranum sem ég átti í áttunda bekk, og með einhverjum hvítum ramma og ég veit ekki hvað og hvað, ertu ekki að grínast!!! Hann leit klárlega ekki út eins og ég hannaði hann! En svona er víst heimur tölvunnar og ég verð bara að takast á við það.
Ég er svo góður að hanna blogg, eða það fannst mér allavega þangað til ég ætlaði að hanna eitthvað fleira en eina síðu, en þá bara kunni ég ekki meira og það má sjá
hér og
hér, eru þessi blogg ekki soldið svipuð? Eða bara nákvæmlega eins fyrir utan liti og mynd. En ég segi bara svona, það tekur bara smá tíma að læra á þetta allt saman. Valli er klárlega búinn að eyða ófáum klukkutímunum í það að breyta síðunni sinni, enda er hann kominn með dæmi sem sýnir umferð á síðunni hans, og ekki má gleyma þegar hann var með spjallborð og tónlist og ég veit ekki hvað, en þið getið smellt á síðuna hans
hér. Valli mér finnst síðan þín flott. En já ég bjó til smá blogg fyrir lillann og raggann, og viti menn lobban og lellan eru bara líka að byrja að blogga þannig að það er allt að gerast í heimi bloggsins, um að gera að fara að standa sig.
Ég prófaði einn mest snilldarleik í dag inná nem.skrifst. og var hann með myndavél, þið vitið hvaða leik ég er að tala um. Gargandi snilld, spáðu í að hanna þetta, hverjum finnst eiginlega gaman að þrífa glugga? Ég er alllavega viss um að mér, Ragga og Lovísu hafi fundist það drullugaman í dag, en ég vann fyrstu tvær keppnirnar með 58- og 55.000 stig en Lovísa rústaði þessu síðan á lokasprettinum með ein 72.000 stig. Það er greinilegt hvað hún ætti að stefna að í framtíðinni, ræstitækninn í Háskóla Íslands.
En ég held ég þurfi að fara að láta klóna mig vegna þess að ég þarf að vera allstaðar alltaf, þannig að það er aldrei að vita nema maður láti tækniheiminn hjálpa sér aðeins í framtíðinni, maður veit líka aldrei hvar þetta allt saman á eftir að enda, það verður mjög forvitnilegt. Ég held ég hafi aldrei skrifað svona mikið inn á bloggið mitt í einu, þannig að mér er greinilega að fara aðeins fram.
Ég er að spá í að láta þetta duga í bili og segi bara bless, ekkert stress og ????ummm... hmm.. BLESS!!!
Skrifað klukkan 22:48 |