þriðjudagur, mars 09, 2004
Hvernig varð Bernd Kennari?
Núna sit ég hér í þýsku 303 í skólanum og mér langar mest til að hoppa út um gluggann. Ef ég væri ekki að fara á leikritið í kvöld þá mundi ég gera það. En já þessi kennari hann er svo ókennaralegur, hann hlýtur að hafa fengið kennaraprófið í kornflexpakka. Hann gerir ekkert annað en að tala um sjálfann sig og koma með einhverja hræðilega aulabrandara, þeir vita hvað ég er að tala um sem að hafa verið í tíma hjá honum. Svo er einn einstaklingur hér inni sem að er ekki til að bæta þessa hræðilegu tíma og heitir sá aðili Sigurður. Hann gerir ekki annað en að röfla og sleikja kennarann upp...!!! Hversu leiðinlegt getur fólk verið? Ég hef meira að segja heyrt af honum í öðrum tímum þ.á.m. sögu. En já ég er að fara á leikritið í kvöld og hlakka mjög til. Ég ætla að fara að "læra" þýsku.
Seinna
Skrifað klukkan 13:15 |