canEdit = new Array();


þriðjudagur, mars 30, 2004

Enn og aftur er ég staddur í þýsku...
...og nenni engan veginn að gera það sem ég á að gera! Valli er farinn og í þessum skrifuðu orðum var Andrés að labba út. Raggi er ekki mættur og sit ég því einn hérna eins og er. Það er ekki tilviljun að ég hef bloggað áður í þýsku, þessir tímar eru bara svo djöfull leiðinlegir!! Það er búið að vera alveg brjálað að gera hérna í skólanum, kosningavika og maður er allaf að fá eitthvað frítt. Miðasalan á Glæsiballið í fullum gangi og þegar ég labbaði inn í miðasöluna áðan var einhver uppdressaður miðaldra maður að reyna að heilaþvo Valla og Jóa með einhverjum aukalífeyrissparnaði. Ég bara hristi hausinn yfir þessu og áður en ég vissi af voru Valli og Jói farnir og maðurinn byrjaður að skrá mig í þetta... ekkert smá fyndið, ég var búinn að ákveða að ég ætlaði ekki að láta hann skrá mig í þetta, en það var bara eins og hann hafi dáleytt mig, og hann sagði alltaf: Spáðu í þessu ÞÚ ert bara að TAPA ÞESSUM PENINGUM, sérðu þetta þetta er náttúrulega bara RUGL, ÞÚ ert að TAPA þessum peningum; þetta sagði hann og áður en ég vissi af var hann búinn að taka í höndina á mér og skrá mig í þetta og meira að segja einhverja tryggingu með þetta og eitthvað, eina sem ég man var: ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA BARA RUGL! Svona "sölumenn" kunna sko sitt fag.
Þeir sem vilja ekki skrá sig í þetta þá bið ég ykkur að forðast þennan mann eftir páska þegar hann kemur aftur.. Það getur samt vel verið að þetta sé mjög gáfulegt, ég er ekki að segja það, það sem ég er að segja er að þó þú viljir þetta ekki, þá er það ekki auðvelt að segja nei hjá svona köllum.
Munið: HE'LL BE BACK
Einar


Skrifað klukkan 13:38 |