föstudagur, mars 19, 2004
Djöfulsins snilld
Ég held að það hafi farið fram hjá fáum að Borgarholtsskóli (Beggi, Steini og Baldvin) sigruðu Menntaskólann í Reykjavík í Gettu betur í gær 31-28. Ég hef sjaldan upplifað eins mikla stemmingu og þegar að Logi sagði "nei" við svari MR-inganna, fólk bókstaflega trylltist og stukku upp á svið og föðmuðu hvort annað jafnvel þótt að þau þekktust ekki, þetta var ótrúlegt. Eftir það fór fólk niður í vínbúðina og keyptu sér byrgðir fyrir kvöldið. Bryndís og Óli skóli löbbuðu einmitt framhjá og hristu bara hausinn. Ég skutlaði svo Fjalarnum upp á Fjalarnes og eftir það var bara haldið heim á leið og svo beint til Steina. Þar var mikið um áfengið, alveg 3 kassar af bjór og fólk horfði saman á keppnina í sjónvarpinu með sigurvímuna í augunum.
Allir drukku og drukku og héldu síðan upp á Klúbbinn. Þegar ég ætlaði að labba inn og sýndi skilríkin mín, þá var bara tvítugt inn en Jói sagði bara mússí mússí múss og fékk eigandann til að lækka niður í 18. Staðurinn bókstaflega fylltist og þvílík stemming, shhiiit.
Klúburinn lokaði klukkan 1 og var þá bara komið sér aftur til Steina í eftirpartý. Þar var alveg fullt af fólki, og líka fólk sem að Steini hefur ábyggilega aldrei séð áður, en Steini fór bara að "sofa" og partýið hélt áfram. Það misstu sig allir eitthvað í sannleikann eða kontor og smám saman dó stemmingin út og var ég kominn heim um 4.15
Að sjálfsögðu mætti Einarinn ekki í skólann í dag vegna þynnku og prófa sem að ég var ekki búinn að læra fyrir og heyrði ég bara að það hafi enginn verið í skólanum. Það er ágætt. Þá er það bara að fara að læra, því miður
Einar
Skrifað klukkan 14:43 |