mánudagur, mars 15, 2004
Annasamur dagur
Þessi bráðskemmtilegi dagur byrjaði á því að ég vaknaði klukkan 2 og hringdi í
Örnu og okkur langaði að fá okkur eitthvað gott að éta. Ég arna og Steini fórum því á American Style og átum. Svo allt í einu ákváðum við að skella okkur í Reykjanesbæ að horfa á Ragga keppa og tókum við Erlu klikk með okkur. Fjölnir keppti við Sindra frá Höfn í Hornafirði og endaði leikurinn 5-0 fyrir Fjölni. Og að sjálfsögðu setti Raggi tvö mörk þó svo að hann hafi verið "soldið slappur". Þar sem að veðrið var alveg ljómandi gott skelltum við okkur eftir þetta "langa" ferðalag í Bláa lónið. Lónið var salt að vanda, enda nóg um ríðingar þarna og skápurinn sem að maður geymir fötin sín í opnaðist bara ekki Þannig að ég þurfti að bíða heillengi eftir einhverjum til að opna hann. Eftir það týndi Raggi öðrum skónum sínum og við röltum í bílinn en skórinn var ekki þar, en Raggi fann hann samt þegar hann skokkaði aftur inn á einum skóm. Brunað var á KFC í Hafnarfirðinum og fengið sér að éta og haldið svo heim á leið. Nú er ég að spá í að fara að sofa, eða reyna það allavega.
Later
Skrifað klukkan 00:29 |